Sjálfbær þróun
kaupmannsins á horninu.
Við tengjum matvöruverslanir við
vinnustaðinn þinn!
Meiri tími & minni sóun.
MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu. Kerfið er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum.
MAT tengir matvöruverslanir við MAT dreifistöðvar
staðsettar fyrir utan vinnustaði og á öðrum fjölförnum stöðum.
Tilgangur þess er að spara fólki ferð matvörubúð eftir langan vinnudag og koma í veg fyrir óþarfa magninnkaup.
01
Hugbúnaður
Við tengjum matvöruverslanir
við vinnustaðinn þinn!
02
Matarinnkaup
Þú verslar í matinn hvar sem er,
ávallt með fullkomna yfirsýn yfir hvað
er til á heimilinu.
03
Dreifistöðvar
Þú sækir matinn á MAT dreifistöð beint fyrir utan vinnustaðinn þinn á leið heim úr vinnu.
04
Mælitæki
MAT gefur þér góða yfirsýn yfir hvað þú verslar í matinn og hvetur þig til þess að draga úr matarsóun.
Einfaldar daglega rútínu & veitir
betir yfirsýn yfir matarinnkaup heimilisins.
Með innleiðingu MAT dreifikerfisins taka vinnustaðir þátt í að bæta lífsgæði starfsfólks, draga úr umferð & óþarfa álagi á leið heim úr vinnu.
Með bættu aðgengi & betri yfirsýn yfir matarinnkaupin er markmið okkar að draga úr sóun á mat, peningum
& dýrmætum tíma einstaklinga.
Snertilausar
MAT dreifistöðvar.
Við hönnun á MAT dreifistöðvunum hefur verið lögð mikil áhersla á snertilausar, umhverfisvænar lausnir.
Fáðu fjölbreytt úrval matvöru á hagstæðu verði í nærumhverfið þitt.
Taktu þátt í sjálfbærri þróun kaupmannsins á horninu.
Við erum stolt af því að vinna með framsæknum fyrirtækjum & sveitafélögum í átt að betri framtíð!
Við erum stolt af því að vinna með framsæknum fyrirtækjum & sveitafélögum í átt að betri framtíð!