top of page
Search

Athafnaborgin Reykjavík

Á dögunum var Ragna M. Guðmundsdóttir annar stofnandi m/studio_ með erindi um mikilvægi hönnunar í ferli nýsköpunar á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þema fundarins var athafnaborgin Reykjavík, uppbygging á verslunar- og atvinnuhúsnæði. Það var okkur mikill heiður að fá að fjalla um þessi mál fyrir fullum sal af fólki, ásamt flottum hópi fyrirlesara sem sögðu frá spennandi verkefnum í tengslum við uppbyggingu í Reykjavík.


Ragna M. Guðmundsdóttir hélt erindið fyrir hönd m/studio_

Þróun á hlutverki hönnunar


Við fjölluðum um það hvernig hönnunardrifin nýsköpun mun verða lykill að samkeppnisforskoti framtíðarinnar og hvernig hlutverk hönnunar er að þróast yfir í að vera sífellt mikilvægara stefnumótandi afl innan fyrirtækja. Að lokum fórum við yfir eitt af þeim "mega trendum" sem við hjá m/studio_ erum að skoða um þessar mundir.

Hönnunardrifna nálgun má skilgreina sem skapandi ferli eða hugsunarhátt sem tekur tillit til upplifunar notandans í daglegu lífi og í flóknari kerfum samfélagsins.Comments


bottom of page