top of page
Search

Frumkvöðla Auður styrkir MAT verkefnið, kvennréttindadaginn 19.júní.

Í dag 19. júní 2020 eru 105 ár síðan konur á Íslandi fengu fyrst kostningarétt. Það er okkur sannur heiður að taka á móti þessum styrk á baráttudegi kvenna sem minnir okkur á það hversu stutt er síðan konur höfuð ekki jöfn tækifæri og karlmenn til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Við erum einstaklega þakklátar fyrir þær konur sem hafa rutt brautina og vonumst við til þess að geta lagt okkar af mörkum í áframhaldandi baráttu að jafnrétti kynjanna.


Jafnvel þó að langt hafi náðst í baráttu að jafnrétti kynjanna benda nýjar rannsóknir til þess að einungis 3% af viðskipta fjárfestingum í heiminum fara til kvenna. Það er því augljóst að sjóður eins og Frumkvöðla Auður er gríðarlega mikilvægur fyrir ungar konur í frumkvöðlastarfsemi.


Við hlökkum til að byggja upp þetta spennandi verkefni með hjálp okkar frábæru styrktar- og samstarfaðilum.


Takk fyrir okkur.


bottom of page