top of page
Search

Hönnunardrifin nýsköpun

m/studio_ er nýtt íslenskt hönnunarfyrirtæki sem leggur áherslu á hönnunardrifna nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana með upplifun notandans að leiðarljósi. Við stýrum skapandi ferlum innan fyrirtækja sem hjálpa til við að koma auga á vannýtt tækifæri til verðmætasköpunar. Okkar markmið er að hanna betri framtíð þar sem fjölbreyttum áskorunum samtímans er breytt í ný tækifæri til verðmætasköpunar.

Mynd: Greenhouse Effect by m/studio_


Skapandi eyðilegging

Það er augljós staðreynd að heimurinn stendur frammi fyrir miklum samfélagslegum áskorunum þar sem gróðurhúsaáhrif af mannavöldum munu verða eitt af okkar helstu vandamálum á komandi árum. Stjórnendur víðsvegar um heim leggja áherslu á aðgerðir til að sporna gegn hamfarahlýnun jarðar þar sem sjaldan hefur verið lögð jafn mikil áhersla á að fyrirtæki og samfélög í heild tileinki sér nýsköpun til þess að þróa skilvirkari og umhverfisvænni lausnir. Þetta þýðir að mörg af þeim kerfum sem við þekkjum í dag mun þurfa að hugsa upp á nýtt á komandi árum með róttækar breytingar í huga.

Joseph Schumpeter einn þekktasti talsmaður nýsköpunar kom fyrst fram með hugtakið skapandi eyðileggingu (e. Creative destruction) í bók sinni, Capitalism, socialism and democracy árið 1911. Þar fjallar hann um það þegar ný vara eða þjónusta nær rótfestu og gerir það sem fyrir var úrelt. Þau fyrirtæki sem ná að skapa sér þá sérstöðu að koma á skapandi eyðileggingu mynda sér gott samkeppnisforskot um nokkurn tíma eða þar til önnur fyrirtæki fylgja í kjölfarið með sömu aðferðum. Schumpeter sagði þessa samkeppni mikilvæga til þess að hvetja fyrirtæki og frumkvöðla áfram í að þróa nýjar leiðir til verðmætasköpunar sem ýta undir samfélagslegan hagvöxt. Sama lögmál gildir í dag, um það bil einni öld síðar en viðhorf okkar til verðmætasköpunar hefur þó þróast töluvert. Í dag er mikilvægt að við horfum á verðmætasköpun í víðara samhengi. Ef við tökum hagvöxt út fyrir sviga þá má til að mynd benda á að mikil verðmæti felast í auknum lífsgæðum og bættri upplifun notandans sem oftar en ekki skilar sér beint eða óbeint í formi hagvaxtar.


Skapandi hugsun drifkraftur nýsköpunar

Skapandi hugsun er einn af meginn drifkröftum nýsköpunar þar sem hönnun gegnir því lykilhlutverki að þróa hugmyndir í átt að virðisaukandi lausnum. Meginn markmið m/studio_ er að ýta undir hönnunardrifna nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana í þeim tilgangi að byggja upp betri framtíð. Við erum ört vaxandi samfélag hönnunarauðlinda reiðubúin að takast á við hinar ýmsu áskoranir og breyta vannýttum tækifærum til verðmætasköpunar í róttæka nýsköpun þar sem upplifun notandans er höfð að leiðarljósi.


Taktu þátt með okkur!



Ragna M. Guðmundsdóttir

Meðstofnandi m/studio_









bottom of page